Síðustu dagar
Alveg merkilegt hvað mér finnst stundum betra að tjá mig á ensku. Ég krotaði smá á ensku síðunni og hreinleg tæmdi kollinn á mér þar .
Jæja, ég er að berjast við þessa ritgerðardruslu og gengur engan vegin. Ég skammast mín að segja frá þessu en ég er bara ekki með neitt að viti í höndunum. Allar líkur á því að ég fresti skilum og klári þá um jólin. Allt svo sem í lagi þannig lagað, en ég er að bregðast sjálfum mér allverulega. Ég er þó ekki alveg búinn að kasta hvíta handklæðinu og sé til hvað gerist. Samt sem áður er staðan sú að ég mun líklega klára um jólin.
Á sama tíma, eins asnalega og það hljómar, líður mér ekkert illa svona persónulega. Mér líður ágætlega, ég veit að ég get það sem ég "vil" og já, hef bara þokkalegt sjálfstraust og hreinlega sáttur við sjálfan mig. Ég á fullt af vinum, sem mér þykir vænt um. Börnin min eru eins og kaninn segir "The best". Eina sem vantar í líf mitt er NBA körfuboltaleikir í beinni á kassanum, en ég verð að kyngja því enn eitt árið að missa af því.
Jæja gott fólk, þessi önn hefur alls ekki farið á þann veg sem ætlað var. Auðvitað alls ekki búið, en samt sem áður ekki gott. Ég tek því og held áfram, enda þarf meira til að ég bugist.
kveðja,
Arnar Thor
Jæja, ég er að berjast við þessa ritgerðardruslu og gengur engan vegin. Ég skammast mín að segja frá þessu en ég er bara ekki með neitt að viti í höndunum. Allar líkur á því að ég fresti skilum og klári þá um jólin. Allt svo sem í lagi þannig lagað, en ég er að bregðast sjálfum mér allverulega. Ég er þó ekki alveg búinn að kasta hvíta handklæðinu og sé til hvað gerist. Samt sem áður er staðan sú að ég mun líklega klára um jólin.
Á sama tíma, eins asnalega og það hljómar, líður mér ekkert illa svona persónulega. Mér líður ágætlega, ég veit að ég get það sem ég "vil" og já, hef bara þokkalegt sjálfstraust og hreinlega sáttur við sjálfan mig. Ég á fullt af vinum, sem mér þykir vænt um. Börnin min eru eins og kaninn segir "The best". Eina sem vantar í líf mitt er NBA körfuboltaleikir í beinni á kassanum, en ég verð að kyngja því enn eitt árið að missa af því.
Jæja gott fólk, þessi önn hefur alls ekki farið á þann veg sem ætlað var. Auðvitað alls ekki búið, en samt sem áður ekki gott. Ég tek því og held áfram, enda þarf meira til að ég bugist.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli